Atkvæðagreiðslu um nýjan samning við SA lýkur í dag kl. 12

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasaning við Samtök atvinnulífins stendur nú yfir. Henni mun ljúka kl. 12:00 þann 22. júní nk. Allir kosningabærir félagsmenn fá kynningarbækling sendan í pósti í tengslum við atkvæðagreiðsluna. Í bæklingnum má m.a. finna lykilorð sem þarf að nota þegar greitt er atkvæði.

Um atkvæðagreiðsluna
Allir félagsmenn eru á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni og framkvæmdin er rafræn. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið hjá stéttarfélagi sínu. Félagsmenn fara inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins, www.sgs.is og smella á „Kjarasamningar 2015“. Þar getur þú greitt atkvæði með því að nota lykilorðið sem er fremst í bæklingnum.

Notast er við sömu kjörskrá og notuð var þegar greitt var atkvæði um verkfall. Ef einhver félagsmaður sem er að starfa á almenna markaðnum en fær ekki kynningarbækling og lykilorð þá getur sá hinn sami haft samband við félagið til að kæra sig inn á kjörskrá.