ATHUGIÐ! Símasvindl í gangi

Vert er að benda á að enginn frá félaginu er að hringja í fólk og segja að það eigi inni fjármuni hjá viðkomandi eða er að reyna að selja því eitthvað og biður um kortanúmer. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu grein­ir frá því á Face­book-síðu sinni að sér hafa borist til­kynn­ing­ar um nýja teg­und síma­svika sem fel­ast í því að hringt er í fólk, úr að því er virðist vera ís­lensku síma­núm­eri. 

Félagið veit til þess að það er búið að hringja í a.m.k. eitt númer þar sem númer Einingar-Iðju birtist og reynt að selja viðkomandi eitthvað. Ekki gefa upp kortanúmer eða aðrar upplýsingar. Best er að skella bara á.

Lögreglu hafa borist tilkynningar um nýja tegund símasvika sem felast í því að hringt er í fólk, úr því er virðist vera íslensku símanúmeri. Símanúmerið sem birtist getur verið skráð hjá þekktum fyrirtækjum. Þegar fólk svarar er þar erlendur aðili sem óskar eftir upplýsingum um kortanúmer svo hægt sé að leggja inn á það greiðslu sem það hafi ofgreitt. Um er að ræða svindl til að komast yfir kortaupplýsingar. 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hefur þegar hafið skoðun á málinu í samvinnu við netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar (CERT-ÍS).