ASÍ-UNG ályktar um Evrópumálin

Þjóðin á síðasta orðið

Stjórn ASÍ-UNG skorar á ríkisstjórn Íslands og Alþingismenn að draga ekki aðildarumsókn Íslands að ESB til baka án þess að málið hafi verið borið undir þjóðina.

Málið var í ferli þar sem þjóðin átti að eiga síðasta orðið og því telur stjórn ASÍ-UNG að ekki sé hægt að svipta þjóðina síðasta orðinu. Þjóðin á alltaf síðasta orðið og hún mun eiga síðasta orðið í þessu máli hvort sem það er nú eða síðar. Það er verra ef góð mál bíða skaða á meðan. 

Jafnframt er skorað á ráðamenn að lýsa a.m.k. yfir vopnahléi í því stríði sem margir þeirra virðast nú sem áður heyja við tungumálið og almenna merkingu orða. Orðum fylgir ábyrgð og sífellt misskilinn stjórnmálamaður þarf að líta í eigin barm. 

Stjórn ASÍ-UNG
27.03.2014