ASÍ: Tvö fyrirtæki tekin af svarta listanum

Eimskip/Herjólfur og Frumherji hafa dregið fyrirhugaðar verðhækkanir á þjónstu sinni til baka eftir tilmæli Alþýðusambandsins. Þessu framtaki ber að fagna og um leið eru önnur fyrirtæki á svarta listanum hvött til að fylgja fordæmi fyrirtækjanna tveggja. 

Þegar ASÍ fréttir af hækkun fyrirtækis á vöru eða þjónustu er ábendingin sannreynd, því næst er viðkomandi fyrirtæki sent bréf þar sem það er hvatt til að draga hækkunina til baka. Fyrirtækinu eru gefnir 2-3 dagar til að bregðast við, ef hækkunin er ekki dregin til baka lendir fyrirtækið á svarta listanum.

Svarti listinn lítur nú svona út:

Landsvirkjun
Síminn
Íslandspóstur
World class
Landsbankinn
Pottagaldrar
Orkuveita Reykjavíkur
Lýsi
Nói Síríus
Freyja