Næstu fjóra daga munu ASÍ, SGS og EFling efna til málþings um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Boðið verður upp á áhugaverða dagskrá í formi fyrirlestra og umræðna. Um fjóra viðburði er að ræða sem verður streymt á miðlum samtakanna. Viðburðirnir verða textatúlkaðir á íslensku og ensku.
Þriðjudaginn 23. febrúar milli kl. 15 og 16 | Veruleiki erlends fólks á Íslandi
Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, kynnir helstu niðurstöður nýrrar könnunar varðandi veruleika erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði. Drífa Snædal, forseti ASÍ, stýrir umræðum
Miðvikudaginn 24. febrúar milli kl. 15 og 16 | Harkvinna og varnarleysi á íslenskum vinnumarkaði
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stýrir umræðum um aðstæður pólsks verkafólks á Íslandi
Fimmtudaginn 25. febrúar milli kl. 15 og 16 | Bjargvættir í íslenskri ferðaþjónustu
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, leiðir dagskrá um framlag erlends verkafólks til íslenskrar ferðaþjónustu
Föstudaginn 26. febrúar milli kl. 13 og 14 | Vinnumansal – íslenskur veruleiki
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, stýrir umræðum