ASÍ með áskorun til flokkanna í velferðamálum

Alþýðusambandi hefur sett saman lista með sex áherslupunktum til að hér á landi náist félagslegur stöðugleiki. Með hugtakinu er átt við fyrirkomulag sem tryggir launafólki tækifæri á vinnumarkaði en jafnframt öryggi og skjól ef aðstæður breytast t.d. vegna atvinnumissis, veikinda, slysa eða barneigna.

Alþýðusambandið telur það algert forgangsverkefni að hér verði treyst í sessi samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra þar sem öllum er tryggð mannsæmandi afkoma og réttur til heilbrigðisþjónustu, menntunar og velferðar.

Áhersluatrið Alþýðusambandsins hafa verið settir fram í sex stuttum auglýsingum sem sjá má ísjónvarpi ASÍ. Þá má einni lesa hér:

Öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla:
Sjúklingar greiða of mikið fyrir heilbrigðisþjónustu, mörg okkar þurfa að neita sér um heilbrigðisþjónustu og lyf. 

  • Draga þarf úr kostnaðarþátttöku sjúklinga og bæta aðgengi að þjónustunni 
  • Tryggja þarf grunnstoðum heilbrigðisþjónustunnar nægilegt rekstarfé. 
  • Flýta þarf byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. 
  • Tryggja þarf að enginn þurfi að neita séu um nauðsynleg lyf af fjárhagsástæðum.

Öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum:
Unga fólkið okkar kemst ekki að heiman, tekjulág heimili búa ekki við húsnæðisöryggi og greiða allt of hátt hlutfall tekna sinna í húsnæði. 

  • Byggja þarf upp traustan leigumarkað. Veita þarf stofnframlög til uppbyggingar á a.m.k. 1.000 nýjum íbúðum á ári í almenna leiguíbúðakerfinu á næstu árum. 
  • Efla þarf bæði vaxtabótakerfið og húsnæðisbótakerfið. 
  • Húsnæðislánakerfið er óhagkvæmt og tryggir ekki almenningi lægstu mögulegu vexti. Gera þarf breytingar á húsnæðislánakerfinu að danskri fyrirmynd.

Allir búi við örugga afkomu og aðstæður:
Laga þarf kjör öryrkja og eldri borgara. Öldruðum fjölgar hratt en öldrunarþjónustan situr eftir. 

  • Leiðrétta þarf kjör lífeyrisþega hið snarasta til samræmis við launaþróun á vinnumarkaði og draga úr tekjutengingum lífeyrissjóðstekna.
  • Efla þarf öldrunarþjónustuna og gera raunhæfar áætlanir um fjármögnun og uppbyggingu búsetu- og þjónustuúrræða til framtíðar.

Ábyrgur vinnumarkaður:
Undirboð á vinnumarkaði og svört atvinnustarfsemi er svartur blettur á íslenskum vinnumarkaði. Þessi brotastarfsemi beinist einkum gegn útlendingum og ungu fólki. Kennitöluflakk veldur miklu samfélagslegu tjóni.

  • Endurskoða þarf löggjöf með það að markmiði að auka eftirlitsheimildir, herða viðurlög og auka heimildir til að stöðva brotastarfsemi á vinnumarkaði.
  • Lögleiða þarf keðjuábyrgð verkkaupa/verktaka á verktakamarkaði.
  • Herða þarf löggjöf og auka heimildir skattayfirvalda til að koma í veg fyrir kennitöluflakk.

Velferð á vinnumarkaði:
Á síðustu árum hafa stjórnvöld grafið undan velferð á vinnumarkaði. Færri feður taka fæðingarorlof og fæðingartíðni hefur aldrei verið lægri. Atvinnuleysisbætur hafa dregist verulega aftur úr launaþróun og fólki sem veikist eða slasast er beint í fátækragildru ef það nær heilsu. 

  • Hækka þarf hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði í 600.000 nú þegar og lengja orlofið í 12 mánuði. 
  • Tryggja þarf þeim sem veikjast eða slasast raunveruleg tækifæri til starfsendurhæfingar og endurkomu á vinnumarkað.
  • Fjárhæðir atvinnuleysistrygginga fylgi launaþróun á vinnumarkaði.

Tekjuöflun með réttlátu skattkerfi:
Til að treysta velferð þarf réttlátt skattkerfi sem dreifir byrðunum og með sanngjörnum hætti. Talið er að 100 milljarðar tapist á ári vegna skattsvika.

  • Tekinn verði að nýju upp auðlegðarskattur.
  • Veiðigjöld verði hækkuð og komið á auðlindagjöldum í orkugeira og ferðaþjónustu.
  • Hátekjuskattur á ofurlaun.
  • Svigrúm í ríkisfjármálum verði nýtt til velferðarumbóta.
  • Meiri stuðningur við barnafólk.
  • Hert á aðgerðum gegn skattsvikum.