Fyrr í mánuðinum kynnti ASÍ hugmyndir sínar að nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd sem vakti mikla athygli. Nú hafa flestir stóru stjórnmálaflokkanna líst áhuga á að skoða þær hugmyndir í fullri alvöru. Í gær kynnti ASÍ hina hliðina á peningnum, þ.e. félagslegt húsnæðiskerfi sem er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum öruggt húsnæði. Er þar einnig leitað í smiðju Dana.
Hugmyndir ASÍ að nýju félagslegu húsnæðiskerfi. (Útdráttur)
Hugmyndir ASÍ að nýju félagslegu húsnæðiskerfi. (Lengri útgáfa)
Hugmyndir ASÍ að nýju félagslegu húsnæðiskerfi. (Slæður)
Kaupmáttur - atvinna - velferð
Vert er að minna á fund sem Alþýðusamband Íslands boðar til í Menningarhúsinu HOFI á
Akureyri í kvöld, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 18:30. Fundurinn er haldinn í samráði við stéttarfélögin í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslu. Um er að ræða fyrsta fund af átta sem halda á um land allt á næstunni.
Fjallað verður um stöðu kjaramála og kaupmáttar (baráttu við verðbólguna), sókn í atvinnumálum á Norðurlandi og hugmyndir ASÍ að nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd.
Félagið hvetur launafólk til að mæta á fundinn