ASÍ - Fyrri hringferð lokið

Frá fundinum á Akureyri
Frá fundinum á Akureyri

Fyrr í maí hélt skrifstofa ASÍ í fundarherferð um landið þar sem haldnir voru 10 fundir til að undirbúa 43. þing Alþýðusambandsins sem fer fram 24. til 26. október 2018. Neðst í fréttinni má sjá þau fimm atriði sem fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig á fundinum sem fram fór á Akureyri 3. maí sl.

Á fundunum voru þrjú af viðfangsefni þingsins kynnt með stuttum framsögum auk þess sem Gylfi Arnbjörnsson hélt erindi um áskoranir á vinnumarkaði og valkosti í kjarabaráttu (sjá hér). Þá ávarpaði formaður stéttarfélags á staðnum hvern fund. Eftirfarandi málefni voru til umfjöllunar:

a. Tekjuskipting og jöfnuður
b. Tækniþróun og skipulag vinnunnar
c. Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs

Tilgangur fundanna var að auðvelda þátttakendum að tjá sig um það sem á þeim brennur, kynna þeim viðfangsefnin og gera þeim kleift að koma með ábendingar og tillögur að áherslum og aðgerðum af hálfu Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna. Notast var við fundarform sem byggir á sem mestri virkni fundarmanna.

Eftir seinni fundarröðina sem farin verður í september (þá verður rætt um húsnæðis- og velferðarmál) verða lögð fyrir miðstjórn drög að stefnuyfirlýsingu og aðgerðaráætlun byggð á niðurstöðum fundanna, sem síðan verður lögð fyrir 43. þing ASÍ til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.

Á fundinum sem fram fór á Akureyri 3. maí fengu eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.

Tekjuskipting og jöfnuður

  • Hækka persónuafslátt 23
  • Styttri vinnuviku 17
  • Lágmarkslaun fylgi lágmarks framfærslu 17
  • Félagslegt húsnæðiskerfi (verkamannabústaði) 12
  • Leigufélög sem ekki eru byggð á gróðamarkmiðum 10

Tækniþróun og skipulag vinnunnar

  • Forgangur-ríkisstarfsmenn og fólk á almennum vinnumarkaði eiga að hafa sömu réttindi 21
  • Sveigjanleiki vegna veikinda í fjölskyldunni 20
  • Stytta vinnuvikuna án skerðingar launa 13
  • Stytta vinnuvikuna og hækka yfirvinnuálag 9
  • Vinnuvikan verði ekki meira en 4 dagar eða 32 tíma á mannsæmandi launum fyrir alla 9

Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs

  • Auka þarf símenntun og endurmenntun til að fólk nái að fylgja eftir tækniþróun 21
  • Aukin samvinna milli félaga (sameiningar?) 20
  • Lögverndun starfa 14
  • Verja frítímann. (stoppa á símtöl og tölvupósta utan vinnu) 10
  • Hluti lífsleiknináms ætti að vera hvetjandi til aukinnar þátttöku ungs fólks í verkalýðsmálum 10

Nánar um niðurstöður fundarins á Akureyri