Fyrr í maí hélt skrifstofa ASÍ í fundarherferð um landið þar sem haldnir voru 10 fundir til að undirbúa 43. þing Alþýðusambandsins sem fer fram 24. til 26. október 2018. Neðst í fréttinni má sjá þau fimm atriði sem fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig á fundinum sem fram fór á Akureyri 3. maí sl.
Á fundunum voru þrjú af viðfangsefni þingsins kynnt með stuttum framsögum auk þess sem Gylfi Arnbjörnsson hélt erindi um áskoranir á vinnumarkaði og valkosti í kjarabaráttu (sjá hér). Þá ávarpaði formaður stéttarfélags á staðnum hvern fund. Eftirfarandi málefni voru til umfjöllunar:
a. Tekjuskipting og jöfnuður
b. Tækniþróun og skipulag vinnunnar
c. Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Tilgangur fundanna var að auðvelda þátttakendum að tjá sig um það sem á þeim brennur, kynna þeim viðfangsefnin og gera þeim kleift að koma með ábendingar og tillögur að áherslum og aðgerðum af hálfu Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna. Notast var við fundarform sem byggir á sem mestri virkni fundarmanna.
Eftir seinni fundarröðina sem farin verður í september (þá verður rætt um húsnæðis- og velferðarmál) verða lögð fyrir miðstjórn drög að stefnuyfirlýsingu og aðgerðaráætlun byggð á niðurstöðum fundanna, sem síðan verður lögð fyrir 43. þing ASÍ til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.
Á fundinum sem fram fór á Akureyri 3. maí fengu eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs