ASÍ gefur 15 spjaldtölvur

 

 

Alþýðusamband Íslands afhenti í gær tveimur stofnunum á Akureyri 15 spjaldtölvur til eignar. Fimm fóru í Grófina – geðverndarmiðstöð hvers hlutverk er að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir að vinna í sínum bata á eigin forsendum og eigin ábyrgð í samræmi við hugmyndafræði valdeflingar.

Þá fóru tíu tölvur í Verkmenntaskóla Akureyrar þar sem þær verða notaðar á starfsbraut sem er fyrir nemendur sem ekki geta nýtt sér almennt tilboð framhaldsskóla af einhverjum ástæðum, svo sem vegna sértækra námsörðugleika, röskunar, skerðingar eða fötlunar.

Það var Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, sem afhenti spjaldtölvurnar.

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Svanlaugur Jónasson kennari í VMA

Á hinni myndinni eru f.v. Friðrik Einarsson formaður Grófarinnar, Björn Snæbjörnsson og Hrafn Gunnar Hreiðarsson, varaformaður Grófarinnar.