Undanfarið hefur ASÍ beint þeim tilmælum til opinberra aðila og fyrirtækja að hækka ekki verð
á vöru og þjónustu, hafi það verið gert þá er mælst til þess að hækkunin verði til baka. Fjölmörg
fyrirtæki hafa svarað því kalli og þannig sýnt samstöðu með launafólki í því að halda hér verðbólgu
í skefjum og auka kaupmátt í landinu. Því miður hafa nokkur fyrirtæki hunsað þessa áskorun.
Eftirtalin fyrirtæki hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga og vinna þannig gegn markmiðum um
lága verðbólgu og aukinn kaupmátt.
Síminn
Íslandspóstur
World class
Landsbankinn
Eimskip/Herjólfur
Pottagaldrar
Orkuveita Reykavíkur
Lýsi
Nói Síríus
Freyja