Fulltrúar samninganefndar ASÍ hafa að undanförnu, og nú síðast í dag, fundað með SA og stjórnvöldum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna endurskoðunar kjarasamninga.
Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd telja að forsendur kjarasamninga sé brostnar, en þegar sú staða kemur upp ber aðilum að leita viðbragða hjá gagnaðila og/eða stjórnvöldum til að kanna hvort vilji sé til þess að koma til móts við aðila vegna forsendubrestsins. Nú er beðið viðbragða við þessum málaleitunum en endanleg afstaða til framhaldsins verður tekin á miðvikudaginn.