Heildar-, og ráðstöfunartekjur heimilanna jukust á síðasta ári þrátt fyrir nokkuð fall í atvinnutekjum heimilanna en þróunin skýrist af auknum félagslegum tilfærslum til heimilanna, fyrst og fremst auknum greiðslum atvinnuleysistrygginga og úttekt heimila á séreignasparnaði. Þetta er meðal þess sem fram kemur úr Mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar í júlí.