Alþýðusamband Íslands leggur sig fram um að miðla sem bestum upplýsingum um réttindi og skyldur launafólks hér á landi. Sérstaklega hefur verið hugað að erlendu launafólki með útgáfu bæklinga á erlendum tungumálum og dreifingu þeirra. Þessi bæklingar hafa síðan verið aðgengilegir á heimasíðu ASÍ og aðildarsamtakanna.
Til þess að auka þessa þjónustu enn frekar og til þess að gera hana aðgengilegri hefur nú verið útbúinn sérstakur enskur vefhluti á vinnuréttarvef ASÍ „Icelandic labour law“. Þar er gerð stutt en skýr grein fyrir öllum helstu réttindum og skyldum á íslenskum vinnumarkaði. Fjallað er um ráðningarsamninga, ráðningarvernd og uppsagnir, laun og vinnutíma, orlof, veikindarétt, vinnuvernd, jafnrétti, fæðingarorlof, lífeyrissjóði o.fl. Vísað er á íslenska löggjöf á ensku eins hægt er og inn á þær vefsíður aðrar sem máli skipta.
Það er von ASÍ að þessi umfjöllun nýtist okkar erlendu félagsmönnum beint en ekki síður aðildarsamtökum okkar og erlendum fyrirtækjum sem starfa- eða hyggjast starfa hér landi.