Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2021. Þar er farið yfir árangurinn af starfinu yfir árið, helstu verkefni og samstarf.
Alls fóru 580 einstaklingar í gegnum mat á raunfærni á vegum framhaldsfræðslunnar á árinu og 2.391 einstaklingar luku námi í námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Auk þess fóru fram 8.600 ráðgjafarviðtöl um nám og störf.
Í ár kemur skýrslan eingöngu út rafrænt, en hana má nálgast á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar.
Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2021
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er í eigu ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins og er samstarfsvettvangur og verkfærasmiðja eigenda í fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði.