Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs sem fram fer á morgun, miðvikudaginn 5. maí, kl. 14:00 verður að fullu rafrænn. Félagið á rétt á að senda 42 fulltrúa á fundinn og voru þeir kosnir á aðalfundi félagsins sem haldinn var 28. apríl sl.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Fulltrúar í fulltrúaráði fá sendan tölvupóst fyrir vikulok með öllum helstu upplýsingum ásamt tengli á fundinn. Aðeins skráðir fulltrúar í fulltrúaráði geta kosið á fundinum.
Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum. Fundinum verður streymt á vefsíðu Stapa. Þannig geta sjóðfélagar fylgst með fundinum en þar er ekki hægt að taka þátt í umræðum.
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs leggur til að breytingar verði gerðar á samþykktum sjóðsins á ársfundinum, tillögurnar og önnur fundargögn eru hér að neðan.
Fundargögn:
Ársreikningur Stapa 2020
Starfskjarastefna
Tillögur til samþykktarbreytinga og greinargerð
Ársskýrsla Stapa 2020
Nánari upplýsingar ásamt leiðbeiningum um framkvæmd fundarins og hlekkur á kosningu fyrir fulltrúaráð verður aðgengilegt á heimasíðu Stapa.