Ársfundur Stapa fer fram á morgun

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs fer fram á morgun, þriðjudaginnn 30. júní, í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst kl. 14:00. Félagið á rétt á að senda 42 fulltrúa á fundinn og voru þeir kosnir á aðalfundi félagsins sem haldinn var 8. júní sl.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning ársfundar
  2. Skýrsla stjórnar, kynning og afgreiðsla ársreiknings og tryggingafræðilegt mat
  3. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  4. Hluthafastefna sjóðsins
  5. Breytingar á samþykktum
  6. Skipan stjórnar
  7. Starfskjarastefna
  8. Kosning löggilts endurskoðanda
  9. Laun stjórnar
  10. Nefnd um laun stjórnar
  11. Önnur mál

Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og vonast stjórn sjóðsins eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs leggur til að breytingar verði gerðar á samþykktum sjóðsins á ársfundi hans.

Samkvæmt grein 10.1 í samþykktum sjóðsins skal senda aðildarfélögum tillögurnar minnst tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögurnar hafa verið sendar aðildarfélögum ásamt greinagerð.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í vefútsendingu á heimasíðu sjóðsins.

Önnur gögn má finna hér:
Ársreikningur Stapa 2019
Ársskýrsla Stapa 2019
Starfskjarastefna