Ársfundur Stapa fer fram á morgun

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs fer fram á morgun, miðvikudaginn 29. apríl, í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst kl. 14:00. Félagið á rétt á að senda 37 fulltrúa á fundinn og voru þeir kosnir á aðalfundi félagsins sem haldinn var 16. apríl sl.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning ársfundar
  2. Skýrsla stjórnar, kynning og afgreiðsla ársreikning og tryggingafræðilegt mat
  3. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosning löggilts endurskoðanda
  7. Ákvörðun um laun stjórnar
  8. Önnur mál

Ársreikning sjóðsins fyrir árið 2014 má nálgast hér.

Gögn er varðar tillögur fyrir ársfund sjóðsins um breytingar á samþykktum hans má finna hér: