Á morgun, 16. maí, fer fram ársfundur Stapa lífeyrissjóðs. Fundurinn verður haldinn kl. 14:00 í Menningarhúsinu HOFI á Akureyri og á félagið rétt á að senda 31 fulltrúa á hann. Á aðalfundi félagsins var kosið um fulltrúa til setu á honum.
Á heimasíðu Stapa má m.a. finna tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins og ársreikninga sjóðsins fyrir árið 2012. Einnig má finna ársskýrslu fyrir árið 2012. Í auglýsingu frá Stapa um fundinn er vakin athygli á því að allir sjóðsfélagar eigi rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétt