AN kortið - Nýr samstarfsaðili

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli mun opna fyrir almenning næsta föstudag kl. 16:00, viku fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Svæðið hefur einmitt bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem veita afslátt til handhafa Afsláttarkorts AN. Félagsmenn geta keypt kort fyrir einstakling á kr. 30.000 í stað kr. 39.000 áður. Það eina sem þarf að gera til að nýta sér þetta tilboð er að kaupa kortið á skrifstofum stéttarfélaganna í Alþýðuhúsinu, á 2. eða 3. hæðinni. Þegar kortið er keypt þá fær viðkomandi kvittun sem þarf að afhenda upp í Hlíðarfjalli og þá fær sá hinn sami vetrarkortið afhent.

Athugið! Það er ekki hægt að sýna AN kortið í fjallinu og fá þennan afslátt.

Póstlisti

Vert er að minna á að AN afsláttarkortið er komið með nýja og flotta heimasíðu þar sem allir samstarfaðilar kortsins eru listaðir upp og sértilboð auglýst sérstaklega. Á síðunni er hægt að skrá sig á póstlista og fá þannig send tilboð og upplýsingar um nýja samstarfsaðila. Af þessu tilefni býður AN kortið upp á leik þar sem nöfn allra sem skrá sig á póstlistann í október og nóvember fara í pott sem dregið verður úr í byrjun desember. Vinningar eru ekki af verri endanum. Þrjár bensínáfyllingar, hver að verðmæti kr. 15.000, og fjórar helgarleigur í orlofshúsi á Illugastöðum að vetri til.