Í tengslum við átakið „Einn réttur – ekkert svindl!“ hefur ASÍ lagt áherslu á vekja athygli á undirboðum sem felast í ólaunaðri vinnu. Ítarlega rökstutt álit ASÍ og helstu sjónarmið í hnotskurn hafa legið fyrir í nokkurn tíma og vakið mikla eftirtekt enda vandamálið vaxandi sérstaklega í ákveðnum þjónustugreinum.
Afstaða ASÍ er einföld og skýr:
Í tengslum við framangreint átak og greiningarvinnu því tengdu óskaði ASÍ eftir svokölluðu „ákvarðandi bréfi“ frá Ríkisskattstjóra þar sem beint var til hans spurningum er varða skattskyldu og ólaunaða vinnu og/eða vinnu þar sem laun eru eingöngu í formi hlunninda. Þann 11. mars sl. barst ASÍ svo skriflegt svar frá ríkisskattstjóra þar sem helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
Bréf Ríkisskattstjóra til ASÍ vegna ólaunaðrar vinnu.
Aðildarfélög ASÍ og samstarfsaðilar munu í vinnustaðaeftirliti sínu nú og á komandi misserum leggja sérstaka áherslu á að vekja athygli á framangreindu.