Aldrei fleiri nýir og útskrifaðir hjá VIRK

1.961 einstaklingar komu nýir inn í þjónustu hjá VIRK á árinu 2018 sem er aukning um 5.8% á milli ára og hafa ekki áður svo margir hafið starfsendurhæfingu á einu ári. 1.367 einstaklingar luku starfsendurhæfingarþjónustu frá VIRK árið 2018 sem er met í útskrifuðum einstaklingum.

2.260 voru í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um áramótin og höfðu þá alls 14.663 leitað til VIRK frá því að fyrsti einstaklingurinn hóf starfsendurhæfingu á vegum starfsendurhæfingarsjóðsins haustið 2009.

8.716 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og tæplega 80% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift, með vinnugetu og fara annað hvort beint í launað starf, virka atvinnuleit eða lánshæft nám.

Sjá nánar í frétt á vefsíðu VIRK.

Á Eyjafjarðarsvæðinu starfa fjórir ráðgjafar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, þær, Elsa, Helga Þyri, Nicole og Svana. Þær eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu. Þær eru með aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri.

Sjá nánar hér