Áhyggjur af atvinnuástandinu í Hrísey

Nú stendur yfir fundur í stjórn Einingar-Iðju og var verið að fjalla um atvinnuástandið í Hrísey, en í síðustu viku var öllum landverkamönnum útgerðarfélagsins Hvamms í Hrísey sagt upp störfum. Í fundargerð var bókað að stjórnin lýsi yfir áhyggjum sínum á þessu ástandi og fól starfsmönnum félagsins að halda fund með starfsmönnum Hvamms og skoða með fleirum hvað hægt er að gera í stöðunni.