Áhrif tollalækkana á verð á fatnaði og skóm

Um áramótin verða tollar afnumdir á fatnaði og skóm. Þetta eru 324 tollskránúmer, en um er að ræða ýmiskonar fatnað, t.d. notaðan fatnað, skófatnað, höfuðfatnað, leðurfatnað, loðskinn, fatnað úr plasti og gúmmí sem og fylgihluti þeirra; hnappar, tölur og rennilásar.

Á heimasíðu ASÍ er fjallað um áhrif þessarar tollalækkana. Þar kemur fram að afnám tolla af fatnaði og skóm eigi að skila 13% meðallækkun verðs til neytenda á þeim vörum sem áður báru tollinn, en þetta er ekki svona einfalt. Þegar skoðað er hlutfall þeirra vara í flokknum sem bera toll kemur í ljós að það eru aðeins 60% þeirra vara sem fluttar eru til landsins sem bera toll. Miðað við það hlutfall ætti afnámið að skila 7,8% lækkun á liðnum fatnaður og skór í vísitölu neysluverðs.

Þessar breytingar á tollum eru til hagsbóta fyrir neytendur. Í töflunni hér að neðan má sjá nokkur dæmi um 13% lækkun á hinum ýmsum fatnaði.

Verðlagseftirlitið vonast til þess að afnám tollanna á fatnað og skóm skili sér sem fyrst til neytenda með lækkun á vöruverði. Mun verðlagseftirlit Alþýðusambandsins fylgjast vel með breytingunum og hvetur neytendur til hins sama.