Raunverulegar eignir Íslendinga á aflandssvæðum árið 2007 voru 16,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) og var hlutfallið hvergi hærra á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í nýjasta mánaðaryfirliti sviðs stefnumótunar og greiningar hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ).