Af hverju er verðlag á matvöru á Íslandi svona hátt?
Og hvað getum við gert í því?
Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin efna til morgunverðarfundar um verðlag á matvöru á Íslandi.
Staður: Gullfoss, 2. hæð Fosshóteli, Þórunnartúni 1, Reykjavík
Stund: 14. mars kl. 08:30-10:30.
Léttur morgunverður í boði frá kl. 8.
Streymt verður frá fundinum á heimasíðu ASÍ.
Frummælendur:
08:30 Inngangur
Henný Hinz, aðalhagfræðingur Alþýðusambands Íslands
08:40 Tækifæri í rekstri dagvöruverslana
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
08: 55 Kostnaður neytenda af innflutningshöftum
Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði
09:10 Ytri áhrifaþættir á verðmyndun
Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
09:25 Vítahringur verðhækkana á veitingum
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea
09:40 Hvernig getum við bætt hag neytenda?
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
09:55-10:25 - Pallborðsumræður
Í pallborði verða:
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Aðgangur er ókeypis en við biðjum fólk um að skrá sig hér.
Allir velkomnir