Nýlega barst félaginu fyrirspurn frá fyrirtæki á svæðinu um ástæðu stéttarfélagsgjalda. Fyrirspurnin var send vegna sumarstarfsmanna, nokkrir þeirra eru í sinni fyrstu vinnu, og voru þeir að velta fyrir sér hvað þeir græddu á því að greiða þessi gjöld. Stutta svarið er að allir sem eru að vinna njóta réttinda vegna þeirra greiðslna sem menn greiða, viðkomandi getur safnað saman réttindum þó vinnan sé stutt. Atvinnurekenda ber að draga gjaldið af viðkomandi þó hann sé ekki félagsmaður. Í þessu framhaldi er vert að benda á eftirfarandi upplýsingar um félagið og stéttarfélög almennt sem gott er fyrir alla að fara yfir, ekki síst þá sem eru að byrja á vinnumarkaði.
Veist þú hvað Eining-Iðja gerir fyrir félagsmenn sína?
Hjá Einingu-Iðju er t.d. hægt að fá:
Sjúkrasjóður
Verkefni sjóðsins er að veita sjóðsfélögum Sjúkrasjóðs Einingar-Iðju fjárhagsaðstoð í veikinda-, slysa- og
dánartilvikum. Einnig að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi og heilsufar.
Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs Einingar-Iðju einu sinni í mánuði. Gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist
til skrifstofunnar í síðasta lagi 27. hvers mánaðar.
Félagsmenn geta t.d. fengið styrk vegna:
Fræðslusjóður
Félagið er aðili að öflugum fræðslusjóðum; Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt. Hægt er að sækja um styrki ef farið er
á námskeið eða vinna er stunduð með styrkhæfu námi. Hafðu samband við skrifstofur félagsins og fáðu nánari
upplýsingar um nám eða námskeið og skilyrði sem þarf að uppfylla til að eiga rétt á styrk. Nánari upplýsingar veitir
Brynja Skarphéðinsdóttir, 460 3600 og brynja@ein.is
Orlofssjóður
Félagsmenn Einingar-Iðju eiga kost á að fá orlofshús eða orlofsíbúðir á leigu á sumrin í öllum landshlutum og sex
góðir valkostir eru í vetrarleigunni, þ.e.a.s. hús á Illugastöðum, Tjarnargerði, Einarsstöðum og Svignaskarði og
íbúðum í Reykjavík og á Egilsstöðum. Vetrarleigan hefst 15. september og stendur til 1. júní ár hvert.
Hvað gera stéttarfélög?
Í stuttu máli má segja að stéttarfélög séu félagasamtök launafólks sem ætlað er að gæta hagsmuna þess
gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Stéttarfélög semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum og bjóða félagsmönnum
sínum upp á margvíslega þjónustu svo sem útleigu orlofshúsa, námsstyrki og greiðslur úr sjúkrasjóðum.
Stéttarfélög á Íslandi er fjölmörg og skiptast eftir starfsgreinum og einnig landsvæðum.
Af hverju borga ég í stéttarfélag?
Í stuttu máli vegna þess að stéttarfélögin gera kjarasamninga sem ráða launum og starfskjörum þínum.
Laun og önnur starfskjör sem þú semur um við atvinnurekanda eru grundvölluð á kjarasamningum. Ráðningarsamningur þinn má ekki veita
þér lakari rétt en segir í þeim kjarasamningi sem gildir um starf þitt. Kjarasamningurinn er því mjög mikilvægur þegar kemur
að starfskjörum þínum og öðrum réttindum á vinnumarkaði.
Stéttarfélagið aðstoðar ef ágreiningur kemur upp
Það eru stéttarfélögin sem gera kjarasamninga við félag atvinnurekenda. Allir launþegar greiða gjald til stéttarfélagsins sem
atvinnurekandi heldur eftir af launum. Gjaldið er í raun greiðsla til stéttarfélagsins fyrir að sinna m.a. kjarasamningsgerðinni auk annarrar
þjónustu sem stéttarfélagið veitir, t.d. ráðgjöf vegna launaágreinings og aðgang að lögmönnum ef deilur koma upp á milli
starfsmanns og atvinnurekanda. Starfsmenn eru í raun að greiða fyrir að fá að vinna eftir kjarasamningi félagsins sem kveður á um
lágmarkskjör.
Atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð, orlofssjóð, fræðslusjóð og starfsendurhæfingarsjóð en starfsmaður hefur rétt til að nýta sér þjónustu þessara sjóða með því að hafa samband við stéttarfélagið sitt.
Mundu að stéttarfélagið er þér til aðstoðar!
Hvað gerir stéttarfélagið fyrir mig?
Stéttarfélagið sinnir margvíslegri þjónustu fyrir félagsmenn sína. Þar getur þú fengið upplýsingar og aðstoð
vegna launaútreiknings og kjaramála, sótt námsstyrki, leigt orlofshús, fengið greiðslur vegna langvarandi veikinda og stuðning við að koma til
vinnu eftir slík veikinda auk aðstoðar lögmanna vegna ágreinings við atvinnurekendur.
Hér verður fjallað stuttlega um meginverkefni stéttarfélaganna en hikaðu ekki við að hafa samband við stéttarfélagið þitt ef þú ert í óvissu með réttindi þín eða átt í ágreiningi við atvinnurekanda um starfskjör þín.
Ráðgjöf
Stéttarfélagið sinnir margvíslegri þjónustu sem greiðsla félagsgjaldsins stendur undir. Þannig sinnir félagið
upplýsingagjöf til félagsmanna, veitir ráðgjöf séu félagsmenn í ágreiningi við atvinnurekanda um starfskjör sín og
þá er lögfræðiþjónusta í boði fyrir félagsmenn þurfa þeir á slíkri þjónustu að halda.
Veikindi og slys
Stéttarfélög starfrækja sjúkrasjóði en þangað geta starfsmenn leitað eftir styrkjum í sjúkra- og slysatilfellum þegar
launagreiðslum frá atvinnurekanda lýkur. Sjúkrasjóðirnir greiða m.a. bætur í veikinda –og slysaforföllum í allt að 120 daga
að loknum greiðslum vegna veikinda- og slysaréttar sem atvinnurekendur greiða, bætur vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna og vegna mjög alvarlegra veikinda
maka.
Sumarhús
Orlofssjóðir reka orlofshús stéttarfélaganna og orlofssjóðir sumra stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína við kaup á
orlofsferðum innanlands og utan. Félagsmenn geta sótt um að fá leigð sumarhús en nokkuð mismunandi er hvaða aðferðum
stéttarfélögin beita við úthlutun húsanna. Leiguverði er reynt að halda í lágmarki svo allir félagsmenn hafi kost á
því að nýta sér þessa þjónustu fyrir sig og fjölskyldur sínar.
Nám og námskeið
Vilji starfsmenn auka menntun sína er hægt að sækja um náms- og námskeiðsstyrki úr fræðslusjóðum stéttarfélaganna.
Hafðu samband við stéttarfélagið þitt til að afla upplýsinga um þá námsstyrki sem þú átt rétt á.
Þá kunna að vera í boði styrkir vegna tómstunda, s.s. líkamsræktarkorta og annað slíkt.
Starfsendurhæfing
Ef þú hefur lent í veikindum eða slysi og hefur ekki sömu starfsgetu og áður skaltu hafa samband við VIRK-starfsendurhæfingarsjóð eða
ráðgjafa sjúkrasjóðs stéttarfélagsins þíns. Þar kemstu í samband við ráðgjafa sem mun aðstoða þig
við að efla færni þína á ný og vinnugetu.
Þá veitir ráðgjafi VIRK þér margvíslegar upplýsingar um réttindi þín og hvaða þjónusta stendur þér
til boða. Þjónustan er þér að kostnaðarlausu og er miðuð við þínar persónulegu þarfir.
Ert þú að stíga þín fyrstu skref á
vinnumarkaðnum?
Þetta er það sem þú þarft nauðsynlega að vita, en ef
þig vantar frekari upplýsingar eru stéttarfélögin reiðubúin til þjónustu. Ef eitthvað kemur upp á, ekki hika þá við
að hafa samband við félagið þitt.