Gestir á Illugastöðum um jól og áramót 2019-2020, gott er að hafa eftirfarandi í huga:
- Um jól og áramót verður afgreiðslan opin á hefðbundnum tíma föstudaginn 20. desember (milli kl. 16 og 21), mánudaginn 23. (milli kl. 16 og 17), föstudaginn 27. (milli kl. 16 og 21) og mánudaginn 30. desember (milli kl. 16 og 17). Frá og með fimmtudeginum 2. janúar verður opið eins og venjulega.
- Ef snjóar er ekki hægt að reikna með snjómokstri í Fnjóskadal 24. til og með 26. desember eða 31. desember og 1. janúar. Það sama á við um svæðið sjálft á Illugastöðum. Þá daga sem mokað verður, ef þörf krefur, verður bara mokað einu sinni á dag. Ef veðurútlit er tvísýnt er ekki víst að mokað verði þann daginn, heldur færist það á næsta dag.
- Nauðsynlegt er að láta vita á auglýstum opnunartíma í síma 462 6199 ef gestir komast ekki á þeim tíma, svo hægt sé að gera ráðstafanir varðandi lykla.