Þessir stuttu einþáttungar sem lýsa vel aðstæðum kvenna á vinnumarkaði voru fluttir á nýafstöðnu þingi ASÍ. Aldís Amah Hamilton, Ragnheiður Steindórsdóttir og Esther Talía Casey fluttu texta Yrsu Þallar Gylfadóttur byggða á heimildum frá Kvennasögusafni og #Metoo-frásögnum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Þessi atriði voru einnig flutt á fjölmennum baráttufundi kvenna á Arnarhóli þennan sama dag, kvennafrídaginn 24. október 2018.
Vinnukona úr sveit á 19. öld - Aldís Amah Hamilton
Verkakona árið 1975 - Ragnheiður Steindórsdóttir
Erlend vinnukona á íslensku hóteli 2018 - Esther Talía Casey