ASÍ höfðaði mál gegn íslenska ríkinu vegna sérstaks skatts sem lagður var á
lífeyrissjóðina með 3.gr. laga nr. 156/2011 þann 16.apríl sl. Ríkið krafðist þess að málinu yrði vísað frá
dómi þar sem ASÍ gæti ekki átt aðild að slíku máli fyrir félagsmenn sína. Ekki væri verið að fjalla um tiltekin
réttindi félagsmanna ASÍ heldur skattlagningu á lífeyrissjóðina sem ekki ættu aðild að ASÍ. Héraðsdómur
féllst á þessi rök auk þess sem hann taldi dómkröfuna ekki tengjast ákveðnu sakarefni í skilningi 1.mgr. 25.gr. einkamálalaganna.
Málinu var því vísað frá dómi með úrskurði í gær.
ASÍ metur nú hvort úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar. Hvort heldur sem er, er málinu ekki lokið og einskis verður
látið ófreistað til þess að fá hinni ólögmætu skattlagningu hnekkt.
Úrskurður Héraðsdóms.
Eldri frétt ASÍ um málið.