Aðalfundur félagsins fer fram í kvöld - skrá í rútu fyrir kl. 13

Í kvöld, mánudaginn 8. júní, fer fram aðalfundur Einingar-Iðju. Fundurinn hefst kl. 19:30 og verður í Hamraborg í HOFI á Akureyri. Félagar, fjölmennum á fundinn! Þeir sem ætla að fá far með rútunni sem fer frá Siglufirði og stoppar á hefðbundnum stöðum á leiðinni verða að láta vita í síma 460 3600 fyrir kl. 13 í dag.

Dagskrá

  1. Fundarsetning/fundarstjóri.
  2. Látinna félaga minnst.
  3. Skýrsla stjórnar.
  4. Reikningar félagsins.
  5. Lýst kjöri stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna.
  6. Kosning löggilts endurskoðanda.
  7. Kosnir tveir fulltrúar í kjörstjórn og tveir til vara.
  8. Kosið í fastanefndir félagsins og stjórnir.
  9. Kosnir 42 fulltrúa á aðalfund Stapa lífeyrissjóðs.
  10. Ákvörðun um stjórnarlaun aðalstjórnar.
  11. Önnur mál.

ATH! Boðið verður upp á akstur til Akureyrar

  • Siglufjörður, rúta kl. 18:00, frá skrifstofunni Eyrargötu 24b.
  • Ólafsfjörður, rúta kl. 18:15, frá Tjarnarborg.
  • Dalvík, rúta kl. 18:30, frá skrifstofunni Hafnarbraut 5.
  • Þeir sem ætla að fá far með rútunni verða að láta vita í síma 460 3600 fyrir kl. 13 sama dag og fundurinn fer fram.
  • Grenivík, svæðisfulltrúi í síma 844 5729.
  • Hrísey, svæðisfulltrúi í síma 692 4910.
  • Hringið fyrir kl. 13, sama dag og fundurinn fer fram, til að sameinast í bíla.