Aðalfundur Einingar-Iðju var haldinn í gær, miðvikudaginn 28. apríl. Á fundinum, sem vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var rafrænn þetta árið, fór Björn formaður yfir skýrslu stjórnar, Hermann Brynjarsson frá endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf. fór yfir ársreikningana og einnig voru kosnir 42 fulltrúar Einingar-Iðju í fulltrúaráð Stapa.
Sjálfkjörið í stjórn og trúnaðarráð
Sjálfkjörið var í stjórn og trúnaðarráð félagsins þar sem aðeins einn listi barst með tilnefningum. Stjórn Einingar-Iðju skipa nú: Björn Snæbjörnsson formaður, Anna Júlíusdóttir varaformaður, Gunnar Magnússon ritari, Sunna Líf Jóhannsdóttir meðstjórnandi. Einnig svæðisfulltrúarnir þrír, þau Elín Kjartansdóttir, Guðrún Þorbjarnardóttir og Róbert Þorsteinsson, og formenn og varaformenn deildanna þriggja, þau Guðbjörg Helga Andrésdóttir, Ingvar Kristjánsson, Tryggvi Jóhannsson, Ingibjörg María Ingvadóttir, Svavar Magnússon og Sólveig Auður Þorsteinsdóttir.