Í vikunni fóru fram aðalfundir Svæðisráða félagsins sem eru þrjú, Svæðisráð Hríseyjar og Dalvíkur, Svæðisráð Fjallabyggðar og Svæðisráð Grýtubakkahrepps. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu voru fundirnir rafrænir eins og í fyrra, en þá fór fram kosning svæðisfulltrúa og varamanns hans og gildir sú kosning í tvö ár. Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð félagsins.
Á fundum ársins var rætt um undirbúning kjarasamninga. Einnig fór Björn, formaður félagsins, yfir niðurstöður nýlegrar kjarakönnunar félagsins.