Aðalfundir starfsgreinadeilda Einingar-Iðju fóru fram í gær, fimmtudaginn 6. febrúar, í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Ágæt mæting var á fundina sem tókust mjög vel. Í upphafi var sameiginleg dagskrá þar sem Helga Hrönn Óladóttir, framkvæmdastjóri Streituskólans og Streitumóttökunnar á Norðurlandi, var með fyrirlesturinn Sigrast á streitunni – leiðir til lausna. Nánari upplýsingar um Streituskólann á Akureyri.
Að loknu mjög góðu erindi Helgu Hrannar var boðið upp á veitingar og er fundarmenn höfðu gert sér þær að góðu héldu deildirnar þrjár; Opinbera deildin, Matvæla- og þjónustudeildin og Iðnaðar- og tækjadeildin, sinn aðalfund hver á sínum stað í húsinu þar sem fram fóru venjuleg aðalfundarstörf. Í ár var kosið í öllum deildum til tveggja ára um embætti varaformanns og þriggja meðstjórnanda. Einnig var kosið um tvo meðstjórnendur til eins árs í Iðnaðar- og tækjadeildinni og einn í Matvæla- og þjónustudeildinni og í Opinberu deildinni.
Matvæla og þjónustudeild
Í byrjun fundar flutti Tryggvi Jóhannsson, formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar, og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Á fundinum var kosið um fimm af níu stjórnarmönnum deildarinnar.
Kosið var til tveggja ára um varaformann og þrjá meðstjórnendur, auk eins meðstjórnanda til eins árs. Sólveig Auður Þorsteinsdóttir bauð sig fram sem varaformaður og Guðmundur Guðmundsson, Börkur Þór Björgvinsson og Sveinbjörn Kroyer Guðmundsson buðu sig fram sem meðstjórnendur til tveggja ára. Íris Eva Ómarsdóttir bauð sig fram sem meðstjórnanda til eins árs. Engin mótframboð bárust og því var listinn sjálfkjörinn.
Fyrir í stjórn var Tryggvi Jóhannsson formaður, Sigríður Þ. Jósepsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Anna Guðrún Ásgeirsdóttir og Steinþór Berg Lúthersson.
Nýr í stjórn komu, Sveinbjörn Kroyer Guðmundsson og Íris Eva Ómarsdóttir í stað Stefáns Aðalsteinssonar og Birnu Þórmundardóttur.
Iðnaðar- og tækjadeild
Í byrjun fundar flutti Ingvar Kristjánsson, formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar, og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Á fundinum var kosið um sex af níu stjórnarmenn deildarinnar. Kosið var til tveggja ára um varaformann og þrjá meðstjórnendur, auk tveggja meðstjórnenda til eins árs.
Svavar Magnússon bauð sig fram sem varaformaður og til meðstjórnenda til tveggja ára buðu sig fram Rannveig Kristmundsdóttir, Þormóður Sigurðsson og Símon Hrafn Vilbergsson. Til eins árs sem meðstjórnendur buðu sig fram Eggert Hákonarson og Halldóra Vilhjálmsdóttir. Engin mótframboð bárust og var listinn því sjálfkjörinn.
Fyrir í stjórn voru Ingvar Kristjánsson formaður, Gunnar Magnússon ritari og meðstjórnandinn Óðinn Björnsson.
Ný í stjórnina komu Eggert Hákonarson og Halldóra Vilhjálmsdóttir í stað Ólafs Ólafssonar og Hjartar Þórs Hjartarsonar.
Opinbera deildin
Að lokinni skýrslu stjórnar sem Sigríður K. Bjarkadóttir, formaður deildarinnar, flutti var gengið til kosninga. Í ár var kosið um fim af níu stjórnarmönnum deildarinnar. Kosið var til tveggja ára um varaformann og þrjá meðstjórnendur, en einnig þurfti að kjósa einn meðstjórnanda til eins árs. Guðbjörg Helga Andrésdóttir bauð sig fram til varaformanns og til meðstjórnanda til tveggja ára buðu sig fram Ingibjörg María Ingvadóttir, Halldór Ari Brynjólfsson og Signý Aðalsteinsdóttir. Andreea Georgiana Lucaci bauð sig fram sem meðstjórnandi í eitt ár.
Engin mótframboð bárust og var listinn því sjálfkjörinn.
Fyrir í stjórn voru Sigríður K. Bjarkadóttir formaður, Anna Dóra Gunnarsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Tómas Jóhannesson og Þórhalla Þórhallsdóttir.
Ný í stjórn komu Signý Aðalsteindóttir og Andreea Georgiana Lucaci í staða Ásrúnar Karlsdóttur og Hrannar Vignisdóttur.