Aðalfundir deilda í kvöld - skrá í rútu fyrir kl. 12

Aðalfundir deilda árið 2016 fara fram á 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri í kvöld, miðvikudaginn 17. febrúar, kl. 19:30. Fyrst verður sameiginlegur fundur allra deilda þar sem flutt verður erindi. Að því loknu munu deildirnar hver fyrir sig halda sinn aðalfund.  Þeir sem ætla að fá far með rútunni sem fer frá Siglufirði verða að láta Möggu vita í síma 460 3620 fyrir kl. 12 í dag.

Í ár þarf að kjósa til tveggja ára um varaformenn deildanna og þrjá meðstjórnendur í hverri deild fyrir sig. Í Iðnaðar- og tækjadeild þarf líka að kjósa um einn meðstjórnanda til eins árs.

Nöfn þriggja fundargesta verða dregin út og fá þeir heppnu helgardvöl á Illugastöðum í vetur. 

Kaffiveitingar í boði 

ATH! Boðið verður upp á akstur til Akureyrar

Þeir sem ætla að fá far með rútunni sem fer frá Siglufirði verða að láta Möggu vita í síma 460 3620 fyrir kl. 12 miðvikudaginn 17. febrúar. Rútan leggur af stað frá:

  • Siglufirði kl. 18:00, frá skrifstofu félagsins.
  • Ólafsfirði kl. 18:15, frá Tjarnarborg
  • Dalvík kl. 18:30 frá skrifstofu félagsins 

Sameinast verður í bíla frá Grenivík og Hrísey:

  • Grenivík: Hringið í Róbert svæðisfulltrúa í síma 844 5729 og látið vita ef þið ætlið að fá far.
  • Hrísey: Hringið í Guðrúnu svæðisfulltrúa í síma 692 4910 og látið vita ef þið ætlið að fá far.