Aðalfundir starfsgreinadeilda Einingar-Iðju fóru fram í gær, mánudaginn 13. febrúar, í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Góð mæting var á fundina sem tókust mjög vel. Í upphafi var sameiginleg dagskrá þar sem Anna Lóa Ólafsdóttir var með mjög skemmtilegan fyrirlestur um hamingjuna áður en hver deild fyrir sig hélt sinn hefðbundna aðalfund.
Að venju var kosið í stjórnir deildanna. Í ár var kosið í öllum deildum til tveggja ára um embætti formanns, ritara og þriggja meðstjórnanda. Einnig var kosið um embætti varaformans til eins árs og um einn meðstjórnanda til eins árs í Matvæla og þjónustudeildinni.
Eftirfarandi breytingar urðu á stjórnum deildanna.
Matvæla- og þjónustudeild
- Margrét H. Marvinsdóttir lét af störfum , en hún hefur setið sem formaður undanfarin ár og verið í stjórn deildarinnar frá upphafi.
- Júlíanan Kristjánsdóttir lét af störfum sem meðstjórnandi.
- Tryggvi Kristjánsson sem verið hefur varaformaður deildarinnar var kosinn nýr formaður
- Birna Þórmundsdóttir kom ný inn í stjórnina sem meðstjórnandi
- Stefán Aðalsteinsson var kosinn nýr varaformaður til eins árs, en hann hefur setið sem meðstjórnandi í deildinni undanfarin ár.
- Börkur Þór Björgvinsson kom nýr inn í stjórnina sem meðstjórnandi til eins árs.
Iðnaðar- og tækjadeild
- Úr stjórn fóru meðstjórnendurnir Sigurður Sigurðsson, Ingi Rafn Ingason og Vilhelm Adolfsson.
- Í stjórn komu Hilmar Poulsen, Hjörtur Þór Hjartarson og Þór Jóhannesson
Opinbera deildin
- Úr stjórn fór ritarinn Hanna Dóra Ingadóttir og meðstjórnandinn Hildur Arna Grétarsdóttir.
- Hildur Ingvarsdóttir var kosin ritari en hún hefur verið meðstjórnandi undanfarin ár
- Í stjórn komu sem meðstjórnendur Anna Dóra Gunnarsdóttir og Sigurbjörg Ingvadóttir.
Skýrslur stjórna deildanna má lesa hér fyrir neðan: