Aðalfundir starfsgreinadeilda Einingar-Iðju fóru fram í gær, miðvikudaginn 17. febrúar, í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Góð mæting var á fundina sem tókust mjög vel. Í upphafi var sameiginleg dagskrá þar sem Hjalti og Lára fluttu ljúfa tóna áður en hver deild fyrir sig hélt sinn hefðbundna aðalfund.
Að venju var kosið í stjórnir deildanna. Í ár var kosið í öllum deildum til tveggja ára um embætti formanns, ritara og þriggja meðstjórnanda. Einnig var kosið um einn meðstjórnanda til eins árs í Iðnaðar- og tækjadeildinni. Ekki varð breyting á stjórn Opinberu deildarinnar, en eftirfarandi breytingar á stjórnum Matvæla- og þjónustudeildar og Iðnaðar- og tækjadeildar.
Matvæla- og þjónustudeild
- Úr stjórn fór meðstjórnandinn Kristbjörg Ingólfsdóttir.
- Í stjórn komu Sólveig Auður Þorsteinsdóttir.
Iðnaðar- og tækjadeild
- Úr stjórn fóru meðstjórnandinn Kristín Anna Gunnólfsdóttir og ritarinn Sigurður Sveinn Ingólfsson.
- Í stjórn komu Páll Brynjar Pálsson og Þormóður Sigurðsson
- Vilhelm Adolfsson hætti sem varaformaður og er nú orðinn meðstjórnandi.
- Svavar Magnússon er nýr varaformaður deildarinnar.
- Gunnar Magnússon er nýr ritari deildarinnar.
Opinbera deildin
- Úr stjórn fór meðstjórnandinn Ómar Ólafsson.
- Í stjórn kom Halldór Ari Brynjólfsson.
Skýrslur stjórna deildanna má lesa hér fyrir neðan: