Aðalfundir deilda félagsins

Góð mæting var á fundina
Góð mæting var á fundina

Aðalfundir starfsgreinadeilda Einingar-Iðju fóru fram fimmtudaginn 7. febrúar sl. í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Góð mæting var á fundina sem tókust mjög vel. 

Að venju var kosið í stjórnir deildanna. Í ár var kosið í öllum deildum til tveggja ára um embætti formanns, ritara og þriggja meðstjórnanda. Einnig var kosið um einn meðstjórnanda til eins árs í Iðnaðar- og tækjadeildinni og í um embætti varaformanns til eins árs í Matvæla- og þjónustudeildinni. Ekki varð breyting á stjórn Opinberu deildarinnar, en eftirfarandi breytingar á stjórnum Matvæla- og þjónustudeildar og Iðnaðar- og tækjadeildar. 

Matvæla- og þjónustudeild

  • Úr stjórn fór meðstjórnandinn Magnús Björnsson. 
  • Í stjórn komu Anna Guðrún Ásgeirsdóttir og Sigurður Hjartarson sem meðstjórnendur.
  • Þó einn hafi hætti í stjórninni þurfti að kjósa tvo nýja því Anna Júlíusdóttir hætti sem formaður deildarinnar á tímabilinu og þvi voru einungis átta í stjórn síðari hluta tímabilsins.
  • Margrét H. Marvinsdóttir var kosin nýr formaður.
  • Stefán Aðalsteinsson var kosinn nýr varaformaður.
Iðnaðar- og tækjadeild

  • Úr stjórn fór meðstjórnandinn Tryggvi Kristjánsson
  • Í stjórn kom Vilhelm Adolfsson sem meðstjórnandi.

Skýrslur stjórna deildanna má lesa hér fyrir neðan: