Fundirnir verða á Hótel KEA
Aðalfundir deilda félagsins fara fram kl. 20:00 á morgun, þriðjudaginn 10. febrúar, á Hótel KEA
á Akureyri. Í ár þarf að kjósa til tveggja ára um formenn deildanna, ritara og
þrjá meðstjórnendur í hverri deild fyrir sig. Fyrst verður sameiginlegur fundur allra deilda þar
sem Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, mun ræða um ferðaþjónustu í Eyjafirði. Að
því loknu munu deildirnar hver fyrir sig halda sinn aðalfund.
Nöfn þriggja fundargesta verða dregin út og fá þeir hepppnu helgardvöl á Illugastöðum í vetur.
Kaffiveitingar í boði
ATH! Boðið verður upp á akstur til Akureyrar
- Þeir sem ætla að fá far með rútunni verða að láta vita í síma 460 3620 fyrir kl. 16 mánudaginn 9. febrúar.
- Siglufjörður, rúta kl. 18:30, frá skrifstofu félagsins.
- Ólafsfjörður, rúta kl. 18:45, frá Tjarnarborg
- Dalvík, rúta kl. 19:00 frá skrifstofu félagsins
- Hrísey, rúta kl. 19:15
Sameinast verður í bíla frá Grenivík:
- Hringið í Róbert svæðisfulltrúa í síma 844 5729 og látið vita ef þið ætlið að fá far með honum.
Félagar, mætið á fundinn, verið virk í deildinni ykkar!