Að starfa í stjórn stéttarfélaga

Föstudaginn 20. maí sl. hélt félagið námskeiðið "Að starfa í stjórn stéttarfélaga." Guðmundur Hilmarsson frá Félagsmálaskóla alþýðu fór þar yfir ýmis hagnýt atriði sem gott er að hafa í huga fyrir stjórnarmenn. Námskeiðið sátu stjórnarmenn í aðalstjórn félagsins og deildarstjórnunum þremur ásamt starfsmönnum stjórnanna. Námskeiðið sem stóð yfir frá kl. 13 til 19 tókst mjög vel, en á því var m.a. farið yfir hlutverk forystu, boðun og stjórnun funda, samskipti og margt fleira.