Í gær sátu starfsmenn félagsins, ásamt starfsmönnum Byggiðnar, FVSA, VIRK og Kjalar, námskeiðið "Að eiga við einstaklinga í erfiðum aðstæðum!" Jóna Margrét Ólafsdóttir, Félagsráðgjafi MA Phd(c), frá Félagsmálaskóla alþýðu sá um fræðsluna.
M.a. var lögð áhersla á ólík samskiptamunstur og mismunandi framkomu fólks, svo sem ákveðni, óákveðni og ágengni. Fjallað var um grunnatriði samtalstækni, einkenni mismunandi tegunda samtala, mismunandi tjáskiptaleiðir, virka hlustun og mikilvægi þess að gæta hlutleysis í samtölum. Áhersla var lögð á aðstæður og efni sem líkleg eru til að valda ágreiningi, greiningu á eðli ágreiningsefna og hátterni þeirra sem greinir á. Einnig leiðir til að fyrirbyggja ágreining, draga úr ágreiningi, taka á ágreiningi á uppbyggilegan hátt og mikilvægi þess að fylgja lausn ágreiningsmáls eftir. Fjallað var um erfiðleika út frá tveimur sjónarhornum, þ.e. ef einstaklingurinn er meðvirkur sjálfur eða þau samskipti sem eru við meðvirkan einstakling og hversu auðvelt er að verða meðvirkur séu áhættuþættir sem ýta undir það til staðar.