Á morgun er síðasti skiladagur umsókna vegna orlofskosta sumarsins

Á morgun, miðvikudaginn 7. apríl, er síðasti dagur til að senda inn rafræna umsókn vegna orlofshúsa og íbúða félagsins næsta sumar. Upplýsingar um hvað er í boði má finna á orlofshúsasíðu félagsins sem tekin var í gagnið í fyrra. 

ATHUGIÐ! Einungis er hægt að senda inn rafræna umsókn í gegnum Orlofshúsavefinn. Hægt er að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í síma eða á korti. Ef þú lendir í vandræðum við að senda inn umsókn getur þú fengið aðstoð á skrifstofum félagsins.

Þeir sem fá úthlutað þurfa að vera búnir að ganga frá greiðslu í síðasta lagi mánudaginn 3. maí. nk.

10. maí kl. 10:00 verður opnað fyrir orlofshús á netinu fyrir þá sem fengu neitun og 20. maí kl. 10:00 verður opnað á netinu fyrir það sem enn verður laust. Þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.

Ekki bara hús í boði
Að venju geta félagsmenn sótt um „Orlof að eigin vali,“ og keypt ferðaávísun (Sjá nánar hér) sem tryggir bestu kjörin á gistingu á hótelum og gistiheimilum um allt land. Þá verður enn og aftur boðið upp á að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið á sérkjörum. Kaupa þarf kortin í gegnum Orlofshúsavefinn, þá sendist pöntun til viðkomandi söluaðila sem senda kortin til félagsmanna. 

Gæludýr
Gæludýr eru stranglega bönnuð í öllum húsum félagsins.