Á vef ASÍ segir að Bókasamband Íslands hefur kannað prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2023. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 96 og fækkar um 13 frá fyrra ári, er 16,7% í ár en árið 2022 var hlutfallið 16,5% á prentun bókatitla innanlands. Fjöldi titla sem prentaður er erlendis er 479 eða 83,3% en var 551 eða 83,5% í fyrra.
Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 575 í Bókatíðindunum í ár en var 660 árið 2022.
Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum.
Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverju landi og hlutfall af heild, jafnframt eru til samanburðar tölur fyrir árið 2022:
ÁRIÐ 2023 | Fjöldi titla | % |
Ísland | 96 | 16,7 |
Evrópa | 435 | 75,7 |
Asía | 44 | 7,7 |
SAMTALS | 575 | 100% |
ÁRIÐ 2022 | Fjöldi titla | % |
Ísland | 109 | 16,5 |
Evrópa | 484 | 73,3 |
Asía | 66 | 10 |
Bandaríkin | 1 | 0,2 |
SAMTALS | 575 | 100% |