Fulltrúar almenns og sérhæfs verkafólks á Íslandi koma saman á morgun í Reykjavík á 7. þingi Starfsgreinasambands Íslands til að leggja áherslur í kjaramálum og því sem snýr að lífsgæðum og velferð vinnandi fólks. Þingið, sem stendur yfir í tvo daga, er æðsta stofnun Starfsgreinasambandsins, en sambandið eru regnhlífasamtök um 70 þúsund almenns og sérhæfs verkafólks um allt land. Á þingið í ár mæta alls 140 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum sambandsins, þar af verða 11 fulltrúa frá Einingu-Iðju.
Fjölmörg viðfangsefni liggja fyrir þinginu, svo sem að skilgreina áherslur í verkefnum SGS, kjósa forystu til næstu tveggja ára, samþykkja reikninga, starfs- og fjárhagsáætlun. Meðal þeirra sem munu ávarpa þingið, eru Drífa Snædal, forseti ASÍ, Kristján Bragason, framkvæmdastjóri NU-HRCT, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, landlæknir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.
Heimasíða þingsins þar sem m.a. má finna dagskrá þess