6. þing ASÍ-UNG verður haldið í dag, föstudaginn 11. september. Vegna aðstæðna í samfélaginu og sóttvarnaráðstafana vegna Covid-19 var tekin ákvörðun um að halda rafrænt þing, og er þetta í fyrsta skipti sem það er gert.
Dagskrá þingsins var stytt eins og mögulegt var og allt málefnastarf þarf að bíða betri tíma. Aðeins verður kosið um lagabreytingatillögur og til nýrrar stjórnar.
Tveir fulltrúar frá félaginu munu sitja þetta rafræna þing, þær Guðbjörg Helga Andrésdóttir og Sara Katrín Sandholt.
Nánari upplýsingar má finna hér.