50 ár! – Söguupprifjun

Verkalýðsfélagið Eining varð til við sameiningu margra félaga á löngum tíma. Sum höfðu starfað um skamman tíma en önnur lengi og félagsmennirnir unnið mikið starf og óeigingjarnt til að efla hag og alhliða velferð verkafólks á Akureyri og við Eyjafjörð. Síðastliðinn sunnudag voru liðin 50 ár frá því að Verkakvennafélagið Eining og Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar sameinuðust í eitt félag undir nafninu Verkalýðsfélagið Eining.

Eining-Iðja var stofnað á Akureyri 5. maí 1999 en félagið varð einmitt til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri.