45 í Ítalíuferð

Úr Þýskalandsferð 2013
Úr Þýskalandsferð 2013

Í gær flugu 45 félagsmenn og makar til Munchen í Þýskalandi, en þaðan var ekið um Brenniskarð til Gardavatns þar sem gist verður í fjórar nætur. Um er að ræða ferð á vegum félagsins en á hverju ári skipuleggur félagið þrjár ferðir fyrir félagsmenn, m.a. eina utanlandsferð. Þegar tíðindamaður heimasíðunnar heyrði í fararstjóra ferðarinnar, Birni Snæbjörnssyni, þá var hann staddur við Gardavatn í sól og blíðu og sagði að ferðin hefði farið vel af stað og að veðurspáin væri frábær fyrir næstu daga.

Frá Gardavatni verða farnar dagsferðir t.d. Limoni og Malescina og til Veróna. Næsti gististaður er við Písa þar sem gist verður í fjórar nætur. Þaðan verður farið í dagsferðir til Flórens og til Siena. Síðustu þrjár næturnar verður gist í nágrenni við Mílanó, en farið verður um Mílanó og nágrenni. Frá Mílanó verður síðan flogið til Keflavíkur aðfararnótt 17. júní.