40. þing ASÍ hefst í dag


Í dag kl. 10 verður 40. þing Alþýðusambands Íslands sett. Þingið mun standa yfir í þrjá daga, en það fer fram á Hótel Nordica í Reykjavík. Tíu fulltrúar frá Einingu-Iðju sitja þingið sem ber að þessu sinni yfirskriftina Atvinnu og velferð í öndvegi.

Seturétt á þingi ASÍ eiga samtals 290 þingfulltrúar og er þeim skipt milli aðildarfélaga með beina aðild og sambanda í hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra Helstu áherslur þingsins verða atvinnu-, húsnæðis- og lífeyrismál, en auk þess verða tillögur að breytingum á lögum og reglugerðum ASÍ teknar til umfjöllunar.

Nánari upplýsingar um þingið má nálgast hér.