Tæplega 90 fulltrúar, frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi sátu 35. þing Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Þingið tókst í alla staði mjög vel. Skipað var í fjóra vinnuhópa þar sem fjallað var um vinnumarkaðsmál, menntamál, jafnréttismál og velferðarmál. Fjórar ályktanir voru samþykktar samhljóða á þinginu og má lesa þær hér fyrir neðan.
Fjölmargir gestir mættu á þingið og voru með erindi. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, fjallaði um vinnumarkaðinn í fortíð, nútið og framtíð og um fækkun starfa og menntaþörf. Andri Már Helgason, frá Advania, fjallaði um raunheima tækninnar. Valgeir Magnússon, framkæmdastjóri SÍMEY, fjallaði um mikilvægi menntunar á vinnumarkaði. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, fjallaði um hlutverk og gildi kjarasamninga á breyttum vinnumarkaði. Tryggvi Hallgrímsson, frá Jafnréttisstofu, fjallaði um kvennastörf og karlastörf og velti fyrir sér spurningunni er jafnrétti til staðar á vinnumarkaði í dag. Fjórir ungir Þingeyskir og Eyfirskir þingfulltrúar ræddu um framtíðarsýn ungs fólks til stéttarfélaga. Að lokum flutti Hákon Hákonarson, fyrrum formaður FMA, stutta samantekt um sögu Alþýðusambands Norðurlands, en sambandið varð 70 ára fyrr á árinu.
Nýr formaður AN var kosinn Bóas Jónasson, frá Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri. Með honum í stjórn eru Ósk Helgadóttir, frá Framsýn – stéttarfélagi, og Vigdís Þorgeirsdóttir frá Samstöðu. Varamenn í stjórn eru Anna Júlíusdóttir, frá Einingu-Iðju, Sigríður Jóhannesdóttir, frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar, og Bjarki Tryggvason, frá Öldunni – stéttarfélagi
Ályktun um jafnréttismál
35.þing Alþýðusambands Norðurlands lýsir áhyggjum yfir hægfara þróun í jafnréttismálum. Alþýðusamband Norðurlands telur brýna þörf á eftirfarandi aðgerðum:
Ályktun um menntamál
35. þing Alþýðusambands Norðurlands ályktar að allir skuli eiga jafnan rétt til náms. Menntun við hæfi allra skuli vera gjaldfrjáls. Aukið fjármagn verði sett í málaflokkinn. Þing AN telur:
Ályktun um vinnumarkaðsmál
Ályktun um velferðarmál
35. þing Alþýðusambands Norðurlands lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðu velferðarmála í fjórðungnum. Aukin fátækt og vaxandi misskipting leiðir af sér slæmt samfélag sem brýtur í bága við grunngildi norræns velferðarsamfélags. Þingið krefst eftirfarandi aðgerða í baráttunni fyrir betri velferð og bættu samfélagi: