Skráð atvinnuleysi á Norðurlandi eystra í ágúst var 3,5% en það var 3,7% í júlí.
Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 5,5% í ágúst og minnkaði frá júlí eða úr 6,1%. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.010 sem nemur rúmlega 8% fækkun atvinnulausra frá júlímánuði. Atvinnuleysi var 7,4% í júní, 9,1% í maí, 10,4% í apríl og 11,0% í mars 2021.
Nánari upplýsingar má finna
hér