Skráð atvinnuleysi á Norðurlandi eystra í september var 3,4% miðað við 3,5% í ágúst. Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% frá því í ágúst.
Í september skýrslu Vinnumálastofnunar segir að atvinnuleysi sé nú jafn mikið og í febrúar 2020 og því megi segja að þessi atvinnuleysis toppur vegna faraldursins sé liðinn hjá. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.167 sem nemur rúmlega 10% fækkun atvinnulausra frá ágústmánuði.